Í Þyngdarsögunni er boðið upp á að skrá ummál bringu, mittis og mjaðma og svo reiknar kerfið út fituprósentu (en athugaðu samt að útreiknuð fituprósenta verður aldrei nema gott gisk).  En hvernig er best að taka málin?

Í fyrsta lagi skaltu nota mjúkt (en ekki teygjanlegt) málband. Þessi hefðbundu plast-saumamálbönd eru fín.

Bringa

Mældu alla leið í kringum barminn og aftur fyrir bak. Gerðu þetta þannig að málbandið fari yfir geirvörturnar í beinni línu.

Mitti

Mældu yfir mjósta hluta mittisins, sem er yfirleitt rétt fyrir ofan naflann.

Mjaðmir

Mældu yfir breiðasta hluta mjaðmanna, þannig að málbandið fari yfir mjaðmabeinin og yfir stærsta hluta rassins.