Þyngdarspegillinn er skemmtilegt tól sem býður þér upp á að sjá hvernig þú gætir litið út ef þú værir þyngri eða léttari en núna.

Smelltu fyrst á "Þyngdarsaga" í aðalvalmyndinni.

Fyrir neðan þyngdargrafið er boðið upp á að uppfæra takmarksþyngdina og þar fyrir neðan er hlekkurinn sem þú smellir á til að komast inn í Þyngdarspegilinn.

 

Þyngdarspegilsforritið er á ensku en er einfalt í notkun. Þegar þú opnar síðuna viltu að sjálfsögðu setja inn mynd af þér í stað konunnar sem er á myndinni.  Þú getur annaðhvort sent inn mynd af tölvunni þinni (smellir þá á "UPLOAD FROM DESKTOP" eða af Facebook (smellir þá á "UPLOAD FROM FACEBOOK".  Gerðu annaðhvort og bíddu svo eftir því að forritið hlaði inn myndina þína.

 

Þegar forritið hefur hlaðið inn myndina þína þarft þú að gefa því upp þyngd þína og hæð. Flestir Íslendingar vilja væntanlega nota kílógrömm og sentimetra og því þarft þú að breyta "lbs" og "inches" yfir í "Kg" og "cm". Þegar því er lokið smellirðu á "SET" bæði fyrir kílóin og sentimetrana.

 

Nú geturðu leikið þér með skrunslána hægra megin og séð hvernig þú myndir líta út t.d. 20 kílóum léttari eða 15 kílóum þyngri.  Ef þér finnst forritið ekki breyta myndinni þinni neitt eru líkur á því að það eigi erfitt með að sjá líkamann almennilega. Reyndu að finna mynd þar sem mismunurinn á milli bakgrunnsins og líkamans er mjög skýr.

 

Við geymum engar myndir í kerfinu - þér er óhætt að hlaða inn hvaða mynd sem þú vilt - ModiFace (framleiðendur forritsins) geyma myndir í allt að 24 klukkustundir en eftir það er þeim alltaf eytt.