Við eigum öll okkar uppáhaldsmat sem við borðum oftar en eitthvað annað. Til þess að gera notendum einfaldara að setja inn sinn uppáhaldsmat er sérstakt "Uppáhaldsmatarkerfi" innbyggt í Matardagbókina.  Það er aðgengilegt frá forsíðunni með því að smella á "Setja inn uppáhaldsmat".

Ef þú smellir á hlekkinn hér að ofan birtist næsta síða. Ef þú hefur ekki bætt neinu í uppáhaldslistann lítur síðan út eins og sú hér til hægri. Næsta skref er því að bæta einhverju uppáhaldi í listann. Það gerirðu með því að slá leitartexta í reitinn og smella svo á hnappinn "Leita að mat".

Veldu því næst matartegundina sem þú vilt bæta í uppáhaldslistann og smelltu á hlekkinn "Bæta í uppáhaldslista".

Sláðu því næst inn magnið sem þú vilt hafa af þessari matvöru í uppáhaldslistanum (þú getur breytt magninu seinna ef þú vilt) og smelltu á hnappinn "Bæta við uppáhaldslista".

Nú er fyrsta matvaran komin inn í uppáhaldslistann. Til að bæta fleirum við endurtekurðu einfaldlega sama ferlið aftur.  Þá slærðu inn næstu vöru og smellir á hnappinn "Leita að mat" og svo framvegis.
Þegar þú ert búin(n) að bæta öllu sem þú vilt í listann er kominn tími til að bæta mat inn í sjálfa matardagbókina. Hakaðu við þau uppáhöld sem þú vilt bæta í dagbókina, veldu dagsetningu og máltíð og smelltu svo á hnappinn "Bæta völdum atriðum í matardagbók".

Nú bætir kerfið öllum atriðunum sem þú merktir við í einu inn í matardagbókina og sparar þér þar með þann tíma sem hefði farið í að bæta atriðunum við einu og einu í einu: