Almenna daglega hreyfingu er hægt að stilla undir "Mínar stillingar". Þar er átt við hefðbundinn dag vikunnar svo að kerfið geti reiknað út líklega orkuþörf fyrir daglegt amstur.

 


Alla sértæka hreyfingu - gönguferðir, heilsuræktina, pilates, húsamálun - er hins vegar hægt að setja inn í Æfingadagbókina.  Með því að bæta slíkri hreyfingu inn í Æfingadagbókina græðirðu hitaeiningar í kerfinu.  Þær hitaeiningar sem þú brennir burt með hreyfingunni máttu svo borða aftur... og ættir samt að léttast um það sem þú hefur sagt kerfinu að þú viljir gera.

Ef þú skoðar upplýsingareitinn á matardagbókarsíðunni sérðu að þriðja neðsta línan telur Æfingahitaeiningar. Ef engin æfing hefur verið sett inn er talan þarna 0.

 

Efst í valmyndinni er boðið upp á valmöguleikann "Æfingadagbók".  Smelltu á hann.

 

Ef þú hefur enga æfingu/hreyfingu sett inn hingað til er æfingadagbókin tóm.  Til þess að bæta einhverju í hana slærðu inn leitartexta í reitinn og smellir svo á hnappinn "Leita að hreyfingu".

Þá kemur upp listi með öllum þeim æfingum sem fundust í gagnagrunninum, tengdum þeim leitarorðum sem þú slóst inn.  Veldu það sem best hentar þér og smelltu svo á "Bæta í æfingadagbók".

 

Næsta skref er að segja kerfinu hvaða dag og hversu lengi þú stundaðir hreyfinguna. Þegar þær upplýsingar eru komnar inn smellirðu á hnappinn "Bæta í æfingadagbók".

Nú birtist æfingin (og allar aðrar sem þú hefur sett inn fyrir daginn) í æfingadagbók dagsins. Þú sérð brenndar hitaeiningar fyrir hverja einstaka æfingu og eins samtals brennslu fyrir allar æfingar í æfingadagbók dagsins.

Á forsíðunni uppfærist upplýsingareiturinn með þeim æfingahitaeiningum sem þú hefur unnið þér inn. Talan sem birtist undir liðnum "Hitaeiningar eftir í dag" telur æfingahitaeiningarnar með.  Með því að skokka og brenna þar mseð 497 hitaeiningum hefurðu semsagt unnið þér inn 497 hitaeiningar sem þú getur borðað ef þú vilt!

Æfingahitaeiningarnar eru notaðar í öllum skýrslum kerfisins. Hér að neðan sést neysluskýrsla fyrir tvo daga (4. og 5. september 2011). Þar sérðu að æfingahitaeiningarnar fyrir hvern dag eru teknar með í reikninginn.