Flestir eiga til dágott safn af uppskriftum og þegar þeir borða t.d. jólaköku er allt of mikið vesin að setja inn í hvert skipti x mikið magn af eggjum, ákveðið magn af hveiti og svo framvegis.  Því býður Matardagbókin notendum upp á þann möguleika að setja inn í kerfið sínar eigin uppskriftir sem svo er hægt að bæta í matardagbókina eftir þörfum.

Í valmyndinni efst uppi er möguleikinn "Uppskriftir".  Þegar smellt er á hann birtist listinn yfir allar þínar uppskriftir.  Ef þú hefur enga uppskrift búið til hingað til lítur síðan svona út:

Næsta skref er því að búa til fyrstu uppskriftina. Það er gert með því að smella á "Bæta við nýrri uppskrift".

Á síðunni sem þá birtist skaltu slá inn heiti uppskriftarinnar, lýsingu skammts og stærð skammts.  Ef þú veist ekki stærð skammtsins fyrr en eftirá skaltu samt setja inn einhverja tölu hér. Henni geturðu breytt hvenær sem er þegar uppskriftin er tilbúin.  Smelltu svo á "Áfram" hnappinn.

Uppskriftin er að sjálfsögðu tóm til að byrja með, því þú hefur ekki bætt neinu innihaldi í hana.  Til að bæta við fyrstu matartegundinni skaltu slá nafn hennar inn í reitinn og smella svo á hnappinn "Bæta við matartegund í uppskrift".

Þá birtist listi af öllum matvörunum sem kerfið fann með leitarorðinu sem þú slóst inn.  Þessi listi er mjög svipaður og sá sem kemur upp þegar þú vilt bæta matvöru í matardagbókina en í stað "Bæta í matardagbók" er hér hægt að smella á "Bæta í uppskrift".  Hér veljum við "Egg, hænuegg hrá" og smellum á "Bæta í uppskrift". Það eina sem er þá eftir er að velja magnið sem við gerum á næstu síðu.

Hér sláum við inn magnið og smellum svo á hnappinn "Bæta matvöru við uppskrift".

Nú sjáum við að eggin eru komin inn í uppskriftina og eins sjáum við heildarupplýsingar um uppskriftina - hversu margar hitaeiningar eru í uppskriftinni, hversu margar hitaeiningar í hverjum skammti og svo framvegis.

Við getum svo haldið áfram að bæta inn í uppskriftina þar til hún er tilbúin:

Nú er uppskriftin tilbúin og geymd í kerfinu. Þegar þú vilt bæta þessari uppskrift eða hvaða annarri uppskrift sem er í matardagbókina smellirðu á "Uppskriftir" í valmyndinni og færð þá upp lista af þínum uppskriftum.

ÞÞar smellirðu einfaldlega á "Bæta í matardagbók" og velur svo á næstu síðu magnið sem þú borðaðir:

Þegar þú hefur valið dagsetninguna, máltíð og magn sem þú borðaðir af uppskriftinni smellirðu á hnappinn "Bæta í matardagbók".

Uppskriftin birtist þá í matardagbókinni eins og hver önnur matvara í kerfinu. Alveg eins og með hefðbundnu matvörurnar geturðu smellt á
hvaða tölu sem er í línunni og uppfært þannig magnið og máltíðina fyrir þessa uppskrift.