Þegar þú skráir þig inn í kerfið í fyrsta sinn er mikilvægt að þú skráir allavega eina færslu í Þyngdarsöguna, svo að útreikningar virki allir rétt.

Þegar þú svo bætir við fleiri færslum þegar þyngdin byrjar að breytast uppfærist línuritið sjálfkrafa og sýnir þér alltaf á sjónrænan hátt hvernig gengur.   Ef þú skráir takmarksþyngd (hlekkur undir línuritinu) teiknar kerfið bláa línu inn á línuritið sem sýnir þér hvar takmarkið liggur.

Reyndu endilega að hafa þyngdarsöguna sem réttasta því kerfið notar ávallt núverandi þyngd þína til að reikna daglega hitaeiningaþörf. Ef þú hefur lést eða þyngst um t.d. 2 kíló en uppfærir ekki Þyngdarsöguna kemur kerfið ekki til með að gefa þér réttar leiðbeiningar miðað við núverandi þyngd þína.

Svona lítur þyngdarsögusíðan út hjá notanda sem hefur verið duglegur að uppfæra söguna:

Last Updated ( Monday, 05 January 2015 12:03 )