Neysluskýrslan er frábært tól til þess að skipuleggja meira en einn dag í einu.  Ef þú ert til dæmis að fara í veislu á föstudagskvöldi þar sem þú veist að þú kemur til með að vilja borða mun fleiri hitaeiningar en þú "mátt" geturðu sparað hitaeiningar nokkra daga í röð, t.d. borðað 100 hitaeiningum minna en venjulega á mánudegi til fimmtudags. Þá áttu 400 auka hitaeiningar eftir til að spreða í kökusneið á föstudagskvöldinu.

Þegar þú ert inni í kerfinu smellirðu á "Neysluskýrsla" í valmyndinni.  Svo velurðu tvær dagsetningar - frá og til - og smellir á hnappinn "Sjá neysluskýrslu".  Þá færðu yfirlit um hversu margar hitaeiningar þú innbyrtir á tímabilinu og hversu margar þú áttir eftir eða fórst yfir á hverjum degi.  Neðst sérðu svo heildarniðustöðuna, t.d. að þú hafir sparað 500 hitaeiningar á tímabilinu eða að þú hafir farið 800 hitaeiningar yfir skilgreinda hitaeiningahámarkið.