Við bjóðum upp á tvær áskriftarleiðir að Matardagbókinni.  Annars vegar er hægt að kaupa aðgang í einn mánuð fyrir kr. 2.990 og hins vegar er hægt að kaupa fasta áskrift fyrir aðeins kr. 1.490 á mánuði.  Til að það verð gildi þarf að samþykkja að kaupa áskrift í að minnsta kosti 6 mánuði.  Eftir að 6 mánaða tímabilinu lýkur er hægt að segja áskriftinni upp hvenær sem er með því að senda okkur tölvupóst.

Á forsíðunni á matardagbokin.is er hlekkur þar sem stendur "Smelltu hér til að kaupa aðgang að Matardagbókinni".  Ef þú smellir á hann og fylgir svo leiðbeiningunum fer af stað sjálfvirkt ferli sem gefur þér aðgang að kerfinu á nokkrum sekúndum eftir að greiðsla berst.  Leiðbeiningar og lykilorð eru svo send til þín í tölvupósti.  Gættu því að því að slá örugglega inn virkt netfang þegar þú skráir upplýsingarnar á umsóknarformið. Einnig er mjög mikilvægt að þú fyllir hæð og kennitölu rétt út, því kerfið notar bæði aldur þinn og hæð fyrir útreikninga sína.

Öruggt greiðslukerfi DalPay sér um færsluhirðingu fyrir Matardagbókina.