Á aðalsíðunni (ef þú ert ekki á henni skaltu smella á "Matardagbók" í valmyndinni) slærðu einfaldlega inn leitarorð fyrir þá matvöru sem þú vilt bæta inn.  Það getur verið gott að vera frekar almennur í leitarorðunum ef maður vill ekki fá mjög sértækar (eða jafnvel engar) niðurstöður.  Hér fyrir ofan hef ég slegið inn orðið skyr. Svo smelli ég á hnappinn "Leita að mat".


Hér til hægri er svo næsta síða, en hún sýnir niðurstöðurnar úr leitinni, fullt af mismunandi tegundum af skyri og öðrum vörum þar sem orðið eða orðhlutinn "skyr" kemur fyrir.

Í fremsta dálkinum er heiti framleiðanda. Ef framleiðandinn er ekki þekktur eða um almenna framleiðandalausa vöru (eins og t.d. rauð epli) er að ræða stendur yfirleitt "Ýmsir" í þessum dálki.

Í næsta dálki eru vöruheitin. Þau er hægt að smella á til að fá nánari upplýsingar um þær (sjá næstu skjámynd).

Í þriðja dálkinum er hitaeiningafjöldi í hverjum 100 grömmum af hverri vöru.

Í síðasta dálkinum er síðan hlekkur til að bæta viðkomandi vöru í matardagbókina þína.

Á þessari skjámynd sést hvað kemur upp þegar smellt er á heiti vöru á skjámyndinni hér á undan. Upplýsingasíðan sem kemur upp sýnir efst kökurit þar sem skipting hitaeininga milli kolvetna, próteins, fitu og alkóhóls kemur fram. Eins og sést á kökuritinu er skyrið sem ég valdi nær fitulaust (1.7%) og hitaeiningarnar skiptast annars fremur jafnt milli próteins (44%) og kolvetna (52.3%)

Fyrir neðan eru svo allar helstu næringarupplýsingar um vöruna.

Á síðustu valsíðunni er hægt að breyta dagsetningunni (en sú dagsetning sem valin var í dagbókarsíðunni er sjálfkrafa valin) og velja svo um máltíð sem á að skrá matvöruna á.  Hægt er að velja þar milli eftirfarandi valmöguleika:

Morgunverður
Morgunkaffi
Hádegismatur
Síðdegiskaffi
Kvöldmatur
Kvöldkaffi
Annað
Drykkir

Í aftasta reitinn þarf svo að slá inn það magn sem þú neyttir. Ef þú veist ekki magnið getur kerfið hjálpað þér því það segir þér hversu stór einn skammtur er. Efri örin á myndinni hér til hægri bendir á þann hjálpartexta.

Að lokum er smellt á hnappinn "Bæta við matardagbók".

Hér sést svo hvernig dagbókin lítur út þegar þessi fyrsta færsla er komin inn.

Um leið og fleiri færslum er bætt en uppfærast sjálfkrafa allar samtölur og útreikningar fyrir daginn.