Fitna ég ef ég borða á kvöldin?

Það er ekki kvöldnaslið sem kemur í veg fyrir að fólk grennist. Það er samanlagður hitaeiningafjöldi yfir daginn sem skiptir öllu máli.  Ef þú heldur þig við daglegt hitaeiningahámark sem Matardagbókin gefur þér þá áttu að léttast - það er ekki flóknara en það.  Það er hinsvegar góð hugmynd að dreifa neyslunni jafnt og þétt yfir daginn svo þú sért ólíklegri til að teygja þig eftir fituríka snakkinu þegar líður á kvöldið.

Hvað hefur áhrif á hitaeiningafjölda í mat og drykk?

Hitaeiningafjöldinn fer eftir magni fitu, próteina, kolvetna og alkóhóls í fæðunni. Almennt séð er fiturík fæða mjög hitaeiningarík miðað við fitulitla fæðu. Það útskýrir t.d. af hverju 100g af kartöfluflögum eru meira en tvöfalt hitaeiningaríkari en 100g af soðnum kartöflum.

1 gramm af fitu inniheldur 9 hitaeiningar
1 gramm af alkóhóli inniheldur 7 hitaeiningar
1 gramm af próteini inniheldur 4 hitaeiningar
1 gramm af kolvetnum inniheldur 4 hitaeiningar

Af hverju mega þeir sem þyngri eru neyta fleiri hitaeininga en þeir sem eru léttari?

Mörgum finnst þetta dálítið furðulegt en það er ekki erfitt að útskýra ástæðuna. Sá sem er t.d. 30 kílóum of þungur er að dröslast með sem nemur 60 stórum kókdósum hvert sem þeir fara; upp og niður stigann, þegar þeir labba út í búð, þegar þeir fara að synda, meira að segja þegar þeir fara í sturtu.  Þú þarft að fá inn í líkamann töluvert meiri orku til að hreyfa þig úr stað þegar þú þarft að bera þessa aukaþyngd með þér.  Því gildir sú einfalda regla að því þyngri sem þú ert, þeim mun fleiri hitaeiningar þarftu að innbyrða til að halda óbreyttri þyngd.  Þegar þú léttist þarftu að neyta færri hitaeininga til að halda áfram að léttast.  Ef þú skráir þyngdarbreytingar þínar inn í Matardagbókina sér hún sjálfkrafa um alla slíka útreikninga fyrir þig.

Þarf ég að borða sama hitaeiningafjölda á hverjum degi eða er í lagi ef ég borða minna í vikunni og svo aðeins meira yfir helgina?

Lykillinn að þyngdartapi er að taka inn færri hitaeiningar en þú í rauninni þarft til að "lifa" eins lengi og þörf er á þar til takmarkinu er náð, sama hvort það er að missa 5 kíló eða 50 (þó er ekki talið gott fyrir lííkamann að tapa meiru en u.þ.b. einu kílói á viku).  Flestir næringarfræðingar mæla með því að halda sig innan hitaeiningamarkanna hvern einasta dag vikunnar. Hins vegar er ekkert að því ef þú vilt nota aðrar tímaeiningar eins og t.d. viku - að passa þig að halda þér innan leyfilegra hitaeininga vikunnar.  Þá geturðu kannski leyft þér að "sleppa þér" á árshátíð á sunnudegi og jafnað svo út hitaeiningarnar það sem eftir lifir vikunnar.  "Neysluskýrslan" innan Matardagbókarinnar er gífurleg hjálp þegar þú vilt skipuleggja þig á þennan hátt.  Þar geturðu t.d. séð hversu margar hitaeiningar þér tókst að spara frá föstudegi til mánudags og sjá þannig hvort þú átt nógu margar auka hitaeiningar inni fyrir stóru rjómatertusneiðinni í partýi laugardagsins (mundu samt að lítil rjómatertusneið er alveg jafn góð á bragðið!).