Ímyndaðu þér að einhver segði þér að þú getir borðað kvöldmat sem samanstendur af Kínamat, súkkulaði, kartöfluflögum og vínglasi og samt lést.

Ef þú myndir byrja á því að trúa því myndirðu líklega samt segja: "Já en... þú getur varla kallað það megrunarkúr ef ég þarf ekki að pína mig til að klippa út öll kolvetni eða allt brauð og fara í ræktina 18 sinnum í viku!".  Það er alveg rétt.  Það að megra sig með því halda matardagbók er ekki megrunarkúr.

Það eru ekki margir sem vita að maður getur haldið áfram að borða allan sinn uppáhaldsmat og samt grennst.  Það er búið að rugla okkur öll með alls kyns auglýsingum og kúrum þar sem hitt og þetta er klippt út í takmarkaðan tíma.  Auðvitað virkar það fyrir suma og við óskum þeim til hamingju með árangurinn.  Allir hinir sem hafa endað með því að bæta aftur á sig gömlu kílóunum um leið og megrunarkúrnum lauk ættu að halda áfram að lesa.

Að léttast þarf ekki að vera flókin eða neikvæð reynsla.  Forritari Matardagbókarinnar náði sjálfur af sér 30 kílóum á einu ári og það var ótrúlega lítið mál og hann steig aldrei fæti inn í líkamsræktarstöð á meðan á því stóð.  Það eina sem þarf að hafa í huga þegar maður notar þessa aðferð er að vita hvað maður er að borða og hversu margar hitaeiningar það inniheldur.

Hitaeiningarnar eru allt sem skiptir máli

Þegar kemur að því að grennast er það einföld vísindaleg staðreynd að það eru hitaeiningarnar sem telja.  Spyrðu hvaða næringarfræðing sem er hvernig þú átt að léttast og hann mun segja þér að grunnatriðið sem skiptir máli er að fækka hitaeiningunum sem þú innbyrðir. Þú þarft að borða færri hitaeiningar en þú brennir þannig að líkaminn þurfi að ganga á fitubirgðir sínar til að gefa þér orku til að komast í gegnum daginn.  Niðurstaðan er augljós - þú tapar fitu og þyngdin hrapar.

En er ekki flókið að skipuleggja fækkun á hitaeiningum? Alls ekki.  Athugaðu að það geta langflestir breytt ákveðnum matarvenjum á einfaldan hátt til að fækka hitaeiningunum. Þó maður skeri ekki endilega út einhvern svakalegan fjölda munar um allt.  Þó grenningin gangi hægt er aðalmálið að þú grennist og gleymir því aldrei að öll aukakílóin bættust ekki á þig á nokkrum vikum þannig að það er ekki sanngjarnt að gera ráð fyrir því að þú verðir eldsnögg(ur) að ná þeim aftur af þér.

Kostirnir við það að telja hitaeiningar

1 - Ef þú heldur þig við daglegt hitaeiningahámark muntu léttast - það er staðreynd!
2 - Þú getur borðað allan þinn uppáhaldsmat!
3 - Enginn matur er "bannaður".
4 - Þetta er frábær leið til að tapa þyngd jafnt og þétt og til að halda henni burtu ef þú heldur áfram svipuðum lífsstíl.
5  - Næringarfræðingar eru sammála um að þetta sé langheilbrigðasta leiðin til að léttast.

Litlar breytingar á lífsstíl skipta stóru máli

Það er algengt að heyra að þú þurfir að breyta neyslu- og hreyfingarmynstri þínu á dramatískan hátt til að léttast.  Það er algjör vitleysa - það er nóg að breyta neysluvenjum örlítið til að léttast aðeins og jafnt og þétt.

Til dæmis er nóg að drekka einni kókdós umfram daglega hitaeiningaþörf á dag til að þyngjast um rúm 6 kíló á einu ári!

Það sem er hins vegar skemmtilegt við þessar upplýsingar er að það er hægt að snúa þeim við! Til að léttast um 6 kíló á einu ári þarftu bara að skipta daglegu kókdósinni út fyrir t.d. sykurlaust gos, sódavatn eða kranavatn.  Það er í alvörunni ekki flóknara en það.

Auðvitað vilja fæstir bíða í heilt ár til að missa "bara" 6 kíló, sérstaklega ef þeir vilja ná af sér miklu meiri þyngd en það. Örvæntið ekki, því til að ná af sér hálfu kílói á viku þarf ekki að lækka hitaeininganeysluna um nema 550 á dag.  Það hljómar kannski í fyrstu eins og einhver svakalega tala en eftir nokkra daga og með aðstoð Matardagbókarinnar á það ekki eftir að virka á þig sem neitt stórmál... og ef þú ferð eftir því tekur ekki nema 12 vikur að ná af þér þessum 6 kílóum.  Það þýðir 24 kíló á einu ári!

Heldurðu enn að það sé erfitt að finna atriði sem þú getur breytt í þínu daglega lífi?  Kíktu þá á listann okkar yfir 10 atriði sem flestir geta breytt án þess að taka einu sinni eftir því - og spara samt 861 hitaeiningu á dag!