Matardagbókin - Notkunarskilmálar

Upplýsingarnar og hjálpartólin á matardagbókin.is eru hugsuð sem aðstoð til þyngdartaps en eru ekki sambærileg við læknisfræðilega aðstoð. Ef þú telur þig þjást af einhverskonar læknisfræðilegum kvilla skaltu hafa samband við lækni áður en þú byrjar á þyngdartapsprógrammi.

Athugið að notkun vefsins er ekki ráðlögð fyrir óléttar konur, konur með börn á brjósti, eða einstaklinga undir 18 ára aldri.

Matardagbókin ber ekki ábyrgð á að innihaldslýsingar á öllum matvælum í gagnagrunninum séu fyllilega réttar - ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju skaltu alltaf kynna þér upplýsingar á pakkningum matvælanna.

Upplýsingarnar í matargagnagrunninum eru eftir okkar bestu vitund réttar, en eru fengnar úr ýmsum áttum og ekki síst beint frá framleiðendum. Við getum því ekki borið ábyrgð á því að næringarupplýsingarnar séu alltaf alveg réttar.

Notkun Matardagbókarinnar

Við gerum okkar allra besta til að allar upplýsingar séu vel rannsakaðar og útreikningar séu ávallt eftir nýjustu manneldissjónarmiðum. Þó skal tekið fram að matardagbokin.is tekur ekki ábyrgð á nokkurs konar skaða, beinum eða óbeinum, sem notandi verður mögulega fyrir með notkun kerfisins.

Uppsögn áskriftar

Áskrift til eins mánaðar rennur sjálfkrafa út og notendur þurfa ekkert að gera til þess að það gerist.

Greiðslur fyrir alla áskrift sem er lengri en einn mánuður eru rukkaðar sjálfkrafa á greiðslukort notandans af öruggu greiðslukerfi DalPay. Að áskriftartímabilinu liðnu (lágmark 6 mánuðir) geturðu haft samband við okkur hvenær sem er í gegnum tölvupóstfangið matardagbokin (hjá) matardagbokin.is til að segja upp áskriftinni. Áskriftin mun þá renna út í lok þess mánaðartímabils sem þú hefur þegar greitt fyrir. Fram að lokum þess tímabils muntu hafa fullan aðgang að kerfinu.

Aðgangur að vefnum

Matardagbokin.is gerir sitt besta til að halda vefnum gangandi allan sólarhringinn, alla daga ársins. Við erum þó háð nokkrum þáttum sem við höfum enga stjórn á, t.d. hýsingu, gagnagrunnum og náttúruhamförum. Ef notandi kemst ekki inn á vefinn tímabundið vegna tæknilegra eða annarra vandamála öðlast hann ekki rétt á endurgreiðslu áskriftargjalda.